Fjölbreytt menning gerir lífið litríkara.

Þessi pistill Mörtu Gunnarsdóttur (http://blogg.visir.is/skandala/?vi=5158#post-5158) varð mér tilefni til þessara skrifa.

Mannréttindi, umburðarlyndi og fjölbreytni mannlegs samfélags eru allt ástæður til að fagna. Fjölbreytt menning gerir lífið litríkara og ánægjulegra að mínu mati. Við hjónin höfum farið undanfarin ár að njóta þess margbreytileika sem boðið er uppá í gleðigöngunni. Ég hef aldrei orðið var við að verið sé að AUGLÝSA KYNHVÖT. Ég hef aftur á móti orðið var við mikla gleði, fjölbreytta tónlist, mikinn dans og frábæra búninga sem lýsa miklu hugmyndaflugi og lifandi sköpunargáfu.
Það fer um mig notaleg tilfinning á hverju ári þegar ég tek þátt í gleðigöngunni vegna þess að ég upplifi mjög sterkt að ég lifi á sögulegum tímum mannréttinda umbóta. Og ég skynja það að við, þessi fámenna þjóð í norður Atlantshafi, er í fararbroddi þessara umbóta. Þær umbætur sem ég er að tala um eru í áttina að því að einhvern dag í framtíðinni munu atriði eins og kyn, kynþáttur, trú og kynhneigð ekki vera notuð til að „flokka“ fólk. Við munum ekki þurfa að nota orðasambönd eins og „...þetta fólk...“ um þá sem eru á einhvern hátt öðruvísi, líkamlega eða menningarlega. Það verða heldur ekki mismunandi reglur og lög til um fólk sem þannig háttar til um. Við munum öll njóta þess að vera manneskjur.
Það er alltaf ástæða til að fagna fjölbreyttri menningu. Hinsegin dagar er menningarhátíð. Gleðigangan er hápunktur hennar. Við höldum uppá menningu í margvíslegu formi. Tónlist, leiklist, myndlist, dans, fótbolti og íþróttir allskonar, svo ekki sé minnst á menningu ungs fólks, fatlaðra, aldraðra og innflytjenda.
Það vill nefnilega þannig til að menning skapast og þróast í því umhverfi sem fólk ver tíma sínum. Við „venjulegir“ ´Íslendingar eigum okkar menningu sem við höfum þróað. Þegar við komum saman og njótum hennar og bjóðum til fagnaðar erum við fyrst og fremst að fagna lífinu. Þegar við „venjulega“ fólkið bíður til listahátíða af ýmsum toga erum við ekki að „AUGLÝSA KYNHVÖT“ okkar heldur að fagna fjölbreytileika þess að vera manneskja.
Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband