Óásættanleg afskipti stjórnmálaflokka af kosningum til Stjórnlagaþings.

Ég var að henda einum frambjóðanda út af listanum mínum fyrir kosningarnar á morgun. Þótti það reyndar hund fúlt þar sem ég var búin að kynna mér frambjóðendur vel og orðinn ánægður með valið. Það er hinsvegar alveg klárt í mínum huga hvað varðar þessar kosningar að ég kýs EKKI frambjóðanda sem tiltekinn flokkur hampar.
Ég er reyndar hund fúll...já...bál reiður yfir þessari helvítis afskiptasemi stjórnmálaflokks af þessari lýðræðislegu tilraun okkar til að velja einstaklinga á þeirra eigin forsendum. Pólitískur þroski stjórnmálaafla hér á landi er akkúrat enginn. Stöðug helvítis afskipti af öllu. Þó svo sá listi sem kominn er fram eigi uppruna sinn á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins þá er ég ekki í nokkrum vafa um að þetta viðgengst víðar. Og ekki bara hjá stjórnmálaöflum. Líka öðrum þrýstihópum hverju nafni sem þau eru kölluð. Það er sannfæring alltof margra að almenningur bara geti ekki tekið upplýsta ákvörðun. Best sé að stýra vali fólks til að tryggja að „rétt“ niðurstaða náist fram.
Mætum á kjörstað á morgun og tryggjum góða kjörsókn. Veljum fjölbreyttan hóp venjulegs fólks til þess að takast á við það merkilega verkefni að endurskoða stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og gefum stjórnmálflokkunum frí frá þeim störfum um tíma.
Þór Gíslason - 4492

« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband