Vísindalegar niðurstöður segja...

Og á þeim skal taka mark. Það er krafa okkar varðandi hvalveiðar, ekki satt.

Þeir sem greinargóða þekkingu hafa á áfengismálum eru á þeirri skoðun að það sama gildi um Íslendinga og aðrar þjóðir hvað aukið aðgengi að áfengi varðar, það eykur neyslu. Enda tilgangurinn með auknu aðgengi enginn annar. Málefnalegur rökstuðningur þeirra sem fyrir málinu berjast er helst sá að kalla þá sem tala gegn frumvarpinu afturhaldsseggi, forsjárhyggjumenn og þaðan af verra. Einnig hefur nokkuð borið á því að lítið sé gert úr niðurstöðum vísindalegra rannsókna og því jafnvel haldið fram að annað muni eiga við um Íslendinga en aðrar þjóðir.

Á Andríki má sjá umfjöllun um umfjöllun á vef SÁÁ. Viðleitni þeirra að nálgast og skoða það sem vitnað er til á síðu SÁÁ er endasleppt enda hefur þeim ekki dottið í hug að skoða heimasíðu þess aðila sem lét gera og birti niðurstöður rannsóknarinnar, sænsku lýðheilsustofnunina (fyri neðan færslu í heild sinni sem Harold Holder.pdf). Holl lesning hverjum sem vill kynna sér vísindalegar rannsóknir um afleiðingar afnáms ríkiseinkasölu á áfengi. Þar er vel útskýrt hvernig niðurstöður (miðað við varkárustu spá) eru fengnar sem SÁÁ gerir að umfjöllunarefni. Andríkismenn, án þess að hafa skoðað það sem SÁÁ leggur til grundvallar, afskrifa málatilbúnaðinn sem staðhæfingar "...úr lausu lofti gripnar." 

Öllu alvarlegri er útúrsnúningur Andríkismanna á mynd sem þeir birta, úr rannsókn gerð af Sven Andreassen ofl, og tekin er úr öllu samhengi, máli sínu til stuðnings (fyrir neðan færslu sem Sven Andreasson ofl. Estimates of harm.pdf). Andríkismenn haganlega klippa skýringartexta frá mynd en gefa þess í stað furðulega útskýringu á henni og staðhæfa svo að "Spáin [eigi] sér enga stoð í veruleikanum." Ef  þeir hefðu haft fyrir því að fara yfir rannsóknina og skoða forsendur sem fyrir myndinni liggja hefðu þeir kannski skilið um hvað hún fjallaði. Myndin sýnir svo ekki er um villst að spálíkanið miðað við sölutölur(hvítur hringur) hefur góða fylgni við raun dauðsföll karlmanna(svartur hringur). Þriðja línan (hvítir tíglar / kassar)er spá um dauðsföll miðað við áætlaða heildarneyslu að óskráðri neyslu (smygli, heimaframleiðslu og innflutningi ferðamanna) meðtalinni. Þau frávik segja lítið annað en að sú neysla sé stórlega ofáætluð. Það eru hinsvegar ekki síður athyglisverðar myndirnar þrjár sem Andríkismenn kjósa að birta ekki. Þær sýna (eins og sú fyrsta) að spálíkanið er að virka vel miðað við rauntölur ef undan er skilin dánartíðni kvenna, en þar vanáætlar spálíkanið. Ég vona að hér sé um misskilning að ræða hjá Andríkismönnum en ekki vísvitandi rangfærslur á vísindaniðurstöðum, málatilbúnaði þeirra til framdráttar.

Heilbrigðisráðherra, hæstvirtur, hafði þau orð í útvarpsfréttum í dag að hann teldi umræðuna ekki hafa verið nógu málefnalega. Þar rataðist kjöftugum satt orð á munn. En þar er ekki við andstæðinga frumvarpsins að sakast. Þeir hafa lagt fram mikið af vísindalegum gögnum og álitum sérfræðinga máli sínu til stuðnings. Meðmælendur þusa hinsvegar hver í kapp við annan með ómálefnalegum aðdróttunum á hvern þann sem vill vekja fólk til umhugsunar um hvað rannsóknir segja að gætu orðið afleiðingarnar ef frumvarpið verður samþykkt. Þegar að heilbrigði þjóðar kemur til langs tíma litið, viljum við frekar byggja niðurstöður okkar á vel grunduðum vísindlegum niðurstöðum frekar en skammtímasjónarmiðum stjórnmálamanna sem vilja skapa sér tímabundnar vinsældir og þeirra sem huga að skammtíma hagsmunum kaupmanna sem bera engan kostnað af því sem aflaga fer.

Góðar stundir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hárrétt væni. Það er óþolandi hvað þetta frumvarp er ófaglegt og í raun óábyrgt. Það er ekki nokkur viðleitni til að kynna sér vísindalegar kannanir og rannsóknir. Fyrir utan að þetta er þvert á heilbrigðisstefnu ríkisins og algerlega á skjön við allar tillögur WHO. Þessu til frekari stuðnings er eftirfarandi tilvitnun; 

"There is very strong evidence for the effectiveness of policies that regulate the alcohol market in reducing the harm done by alcohol. Alcohol taxes are particularly important in targeting young people and the harms done by alcohol in all countries. If alcohol taxes were used to raise the price of alcohol in the EU15 by 10%, over 9,000 deaths would be prevented during the following year and an estimate suggests that approximately 13bn Euros of additional excise duty revenues would also be gained. The evidence shows that if opening hours for the sale of alcohol are extended more violent harm results. The World Health Organization has modelled the impact of alcohol being less available from retail outlets by a 24hour period each week; applying this to the Union finds an estimated 123,000 years of disability and premature death avoided at an estimated implementation cost of 98 million Euros each year."

Tekið af: http://www.ias.org.uk/resources/publications/theglobe/globe200602/gl200602_p3.html 

Páll Geir Bjarnason, 25.10.2007 kl. 00:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband