26.11.2010 | 08:23
Skipting veraldlegs valds.
Ég hef hug á að koma að breytingum á stjórnarskránni sem ég tel mikilvægar fyrir stjórnskipan landsins. Þó svo að ég telji ekki að stjórnarskráin eigi sök á því sem fór úrskeiðis hér á landi, þá kom hún heldur ekki í veg fyrir þá þætti sem stuðluðu að hruninu. Þar tel ég að fyrst og fremst þurfi að bæta úr aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds, innleiða nýtt dómstig Stjórnskipunardómstóls og setja tímamörk á hversu lengi einstaklingar mega gegna embættum á löggjafarþingi og fara með framkvæmdavald.
Með því að skera vel á milli og löggjafar valdþátta tel ég að gera megi Alþingi öflugra. Fyrir það fyrsta, öflugra í lagasetningu sem byggir á hagsmunum og þörfum þjóðarinnar frekar en duttlungum sitjandi valdhafa í því að auðvelda þeim að koma sínum vilja fram. Í öðru lagi mun það gera Alþingi öflugra í eftirlitshlutverki sínu gagnvart framkvæmdavaldinu og opinberum stofnunum. Það á að vera eitt helsta hlutverk Alþingis að spyrja framkvæmdavaldið og stofnanir samfélagsins spurninga og krefjast svara.
Þá er ekki síður mikilvægt að koma á þriðja dómsstigi hér á landi sem hefði það hlutverk fyrst og fremst að skoða lagasetningar með tilliti til stjórnarskrárinnar. Skipan hæstaréttar- og stjórnlagadómara ætti að vera á faglegum forsendum, eftir umsögn fagnefndar tilnefndri af Alþingi, háskólasamfélaginu og dómurum. Tilnefningar skulu bindandi fyrir þann sem með skipunarvald fer.
Tímamörk þurfa að vera á setu framkvæmdavaldsins. Ég tel það einn af höfuð orsakavöldum hrunsins að sömu aðilar sátu við völd of lengi samfellt. Þegar svo háttar hættir öllu stjórnkerfinu við að verða einsleitt og gagnrýni lýtið á eigin verk. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að hafa eintómt JÁ fólk í kringum sig. Það er að mínu mati hollt fyrir stjórnkerfið að stokka upp reglulega.
Þó það komi stjórnarskrá ekki við þá tel ég að góður stjórnmálamaður ætti að hafa pólitískan andstæðing í hópi ráðgjafa sinna. Það ber vott um pólitískan þroska að leita bestu mögulegu lausna frekar en að vinna eingöngu að því að ryðja braut þröngra hagsmuna.
Ég tel að framkvæmdavaldið megi ekki sitja lengur en í tvö kjörtímabil. Ég vil þó ekki útiloka að sömu aðilar geti tekið við aftur eftir eins kjörtímabils hvíld ef þjóðin kýs svo. Eins ætti að vera háttað með Alþingismenn. Þó tel ég að ekki sé óeðlilegt að tímamörk þar yrðu þrjú til fjögur kjörtímabil, 12 til 16 ár.
Með þessum aðgerðum tel ég að valdhöfum verði beint í farveg samræðna og lausnmiðaðra starfa. Meirihlutaræði naums meirihluta er aðeins lágmarksviðmið lýðræðislegrar stjórnskipunar. Það er betra að sem flestir séu sammála frekar en naumur meirihluti. Lýðræðið er skapandi afl ef við stöndum rétt að því og komum sem flestum sjónarmiðum að við ákvarðanatöku.
Ég bíð mig fram til starfa á Stjórnlagaþingi með það að markmiði að stuðla að opnum og heiðarlegum umræðum milli ólíkra einstaklinga með fjölbreytt viðhorf. Stefnumál mín eru ekki meitluð í stein heldur fyrst og fremst það sem ég vil koma á framfæri. Ég mun leggja mikið uppúr því að finna bestu mögulegu lausnir að hverju því verkefni sem við stöndum frami fyrir í samvinnu við aðra Stjórnlagaþingmenn.
Góðar stundir.
Þór Gíslason - 4492
Með því að skera vel á milli og löggjafar valdþátta tel ég að gera megi Alþingi öflugra. Fyrir það fyrsta, öflugra í lagasetningu sem byggir á hagsmunum og þörfum þjóðarinnar frekar en duttlungum sitjandi valdhafa í því að auðvelda þeim að koma sínum vilja fram. Í öðru lagi mun það gera Alþingi öflugra í eftirlitshlutverki sínu gagnvart framkvæmdavaldinu og opinberum stofnunum. Það á að vera eitt helsta hlutverk Alþingis að spyrja framkvæmdavaldið og stofnanir samfélagsins spurninga og krefjast svara.
Þá er ekki síður mikilvægt að koma á þriðja dómsstigi hér á landi sem hefði það hlutverk fyrst og fremst að skoða lagasetningar með tilliti til stjórnarskrárinnar. Skipan hæstaréttar- og stjórnlagadómara ætti að vera á faglegum forsendum, eftir umsögn fagnefndar tilnefndri af Alþingi, háskólasamfélaginu og dómurum. Tilnefningar skulu bindandi fyrir þann sem með skipunarvald fer.
Tímamörk þurfa að vera á setu framkvæmdavaldsins. Ég tel það einn af höfuð orsakavöldum hrunsins að sömu aðilar sátu við völd of lengi samfellt. Þegar svo háttar hættir öllu stjórnkerfinu við að verða einsleitt og gagnrýni lýtið á eigin verk. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að hafa eintómt JÁ fólk í kringum sig. Það er að mínu mati hollt fyrir stjórnkerfið að stokka upp reglulega.
Þó það komi stjórnarskrá ekki við þá tel ég að góður stjórnmálamaður ætti að hafa pólitískan andstæðing í hópi ráðgjafa sinna. Það ber vott um pólitískan þroska að leita bestu mögulegu lausna frekar en að vinna eingöngu að því að ryðja braut þröngra hagsmuna.
Ég tel að framkvæmdavaldið megi ekki sitja lengur en í tvö kjörtímabil. Ég vil þó ekki útiloka að sömu aðilar geti tekið við aftur eftir eins kjörtímabils hvíld ef þjóðin kýs svo. Eins ætti að vera háttað með Alþingismenn. Þó tel ég að ekki sé óeðlilegt að tímamörk þar yrðu þrjú til fjögur kjörtímabil, 12 til 16 ár.
Með þessum aðgerðum tel ég að valdhöfum verði beint í farveg samræðna og lausnmiðaðra starfa. Meirihlutaræði naums meirihluta er aðeins lágmarksviðmið lýðræðislegrar stjórnskipunar. Það er betra að sem flestir séu sammála frekar en naumur meirihluti. Lýðræðið er skapandi afl ef við stöndum rétt að því og komum sem flestum sjónarmiðum að við ákvarðanatöku.
Ég bíð mig fram til starfa á Stjórnlagaþingi með það að markmiði að stuðla að opnum og heiðarlegum umræðum milli ólíkra einstaklinga með fjölbreytt viðhorf. Stefnumál mín eru ekki meitluð í stein heldur fyrst og fremst það sem ég vil koma á framfæri. Ég mun leggja mikið uppúr því að finna bestu mögulegu lausnir að hverju því verkefni sem við stöndum frami fyrir í samvinnu við aðra Stjórnlagaþingmenn.
Góðar stundir.
Þór Gíslason - 4492