Friðvæðingu í stað vígvæðingar.

Athyglisverð frétt á mbl.is. Hvað er það sem við erum að kosta svo miklu til að verjast? Eigum við okkur einhverja þá óvini sem vænta má að ráðist á okkur? Eru það Færeyingar eða Grænlendingar, okkar næstu nágrannar? Ef ekki þessir góðu grannar okkar, þá hverjir? Við erum í þeirri stórkostlegu aðstöðu að vera fjærri átakasvæðum heimsins, umlukin vinsamlegum þjóðum, erum einangruð af stóru hafsvæði allt um kring og þar að auki stendur engum ógn af okkur. Hver er þá tilgangurinn? Til eru þeir sem eru sannfærðir um að okkur stafi ógn af því að hafa ekki her til þess að verja okkur. Það hefur hinsvegar ekki verið gerð grein fyrir neinum „hefðbundnum“ óvinum. Því hefur verið varpað fram að okkur stafi aukin hætta af skipulagðri glæpastarfsemi og alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Er hugsunin virkilega sú að eftirlitsflug herflugvéla eða stöku heræfingar á Íslandi hafi þar einhvern fælingarmátt? Það eru fyrst og fremst góð löggæsla og samstarf við alþjóðlegar eftirlitsstofnanir sem vernda okkur gagnvart glæpunum. Hegðun okkar útávið og afstaða Íslands á alþjóðavettvangi eru best til þess fallin að móta friðsamlegt viðmót annarra í okkar garð og draga úr hættunni á að við verðum skotmark hryðjuverkasamtaka. Þessum fjármunum ættum við því frekar að verja til þess sem stuðlar að friði, eins og þróunarmála, og fá það viðurkennt af NATO sem framlag Íslendinga til friðar og þar með öryggismála.

Góðar stundir.
mbl.is Íslendingar kosta meiru til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Í dag er allt gott. Í dag. en skjótt skipast veður í lofti. Fyrir nokkrum árum var raunveruleg ógn af því að það britist út átök og ísland yrði í miðri eldlínunni. Hvort sem við hefðum viljað eða ekki. Fyrrir nokkrum áratugum vorum við hersetinn af vinveittri þjóð sem kom hingað og hrifsaði öll völdin í sínar hendur. 

Ég er ekki búinn að keyra á í 4 ár. Þá er best að hætta að nota bílbelti.  

Fannar frá Rifi, 25.4.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Í dag er allt gott. Í dag. en skjótt skipast veður í lofti. Fyrir nokkrum árum var raunveruleg ógn af því að það britist út átök og ísland yrði í miðri eldlínunni. Hvort sem við hefðum viljað eða ekki. Fyrrir nokkrum áratugum vorum við hersetinn af vinveittri þjóð sem kom hingað og hrifsaði öll völdin í sínar hendur. 

Ég er ekki búinn að keyra á í 4 ár. Þá er best að hætta að nota bílbelti.  

Fannar frá Rifi, 25.4.2007 kl. 12:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband