Stóriðja og þensla

Já það er eins gott að stöðva hugsanlegar stóriðjuframkvæmdir á Bakka við Húsavík svo allt fari ekki til fjandans í þenslunni hér á landi.

mbl.is segir frá 30 milljarða uppbyggingu á götuhorni í henni Reykjavík. Ekki vanþörf á til þess að koma með smá innspýtingu í samfélag sem er að koðna niður. Ætti að vera kærkomin viðbót við hina 15-20 milljarðana sem fara eiga í tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel því tengt (http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1189585;gid=2371 ).

Nei það er nú ekki á bætandi að setja álver þarna fyrir norðan eins og allt er nú í uppsveiflu þar með fjallagrasa útflutningurinn og 3 mánaða ferðamanna tímabilið þeirra.

Góðar stundir.
mbl.is Fyrirhuguð uppbygging á 27 þúsund fermetra svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Sæll gamli og velkomin á kjaftatorg ...  gleymdir þú ekki býflugnaræktinni og heimaslátruninni

Pálmi Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Guttormur

Þúsundir íbúa í Reykjavík norður myndu gjarnan vilja gefa ykkur þetta götuhorn og allt sem því fylgir. Mengunin og orkueyðslan er trúlega á við eitt álver. 

Guttormur, 27.4.2007 kl. 13:20

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Velkominn í moggabloggkommúnuna Þór. Fínn pistill hjá þér. En það er sorglegt að öll þessi þenlsa eigi sér stað á tveimur blettum á landinu (í Borginni og smá fyrir Austan). Ég skil Húsvíkinga vel sem vilja fá meiri atvinnu og innspýtingu en álver er ekki lasunin. Gott væri ef ríkisstjórnin auglýsti umhverfisvæna orku og skoðaði tilboð með tilliti til atvinnuuppbyggingarinnar á Húsavík. Ég er viss um að Alcoa yrði ekki í efsta sæti um gott boð en við ættum að geta valið úr öðrum tilboðum. Ekki fleiri álver takk. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 27.4.2007 kl. 14:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband