Þá er komið að því.

Þá er víst komið að því. Ég hef ákveðið að byrja að byrja að blogga. Það hefur tekið mig þó nokkurn tíma að koma því í gang. Ekki það að ég hafi ekkert að segja. Miklu frekar að ég hefi haft einhvern beyg í mér að birta það sem ég skrifa. En nú verður ekki lengur tafið.

Ég þarf að stíga út fyrir þröskuld þægindanna ef ég ætla að takast á við næsta skrefið í náminu mínu. Nú fer að hilla undir lokin á dvöl minni hér á Bifröst og stefnan hefur verið tekin á fjölmiðlun. Lítið með fjölmiðlamanna að gera sem ekki þorir að opinbera skrif sín :-/

Þannig er nefnilega mál með vexti að sá ágæti maður Jón Ólafsson, sem er deildarforseti hér við félagsvísindadeild, bauð okkur nemendum á loka ári HHS námsins (Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði) að sækja um starfsþjálfun í tvær vikur sem hluta af náminu. Og þar sem ég hef áhuga á að kynnast því hvernig blaðamennska er, og í boði voru pláss á nokkrum fjölmiðlum, sótti ég um. Og viti menn. Ég á að mæta á Mogganum þann 7. maí og vera fram til þess 18. Spennandi tími. Síðasta vika kosningabaráttunnar og svo fyrsta vika stjórnarmyndunnar. Þetta verður góð reynsla. Sakar heldur ekki að hafa ljósmyndunina í þessu.

Ég hef hugsað mér að birta hér á þessum vettvangi vangaveltur mínar um það sem á huga minn sækir hverju sinni. Góðar stundir.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ætla að fylgjast með þér

Tómas Þóroddsson, 25.4.2007 kl. 01:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband