Þriðji kosturinn.

Það sannast aftur og aftur hvað Sigmar í Kastljósinu er lélegur í svona viðtölum. Hann bara hefur ekki þekkingu eða kunnáttu til að taka viðtöl sem þessi. Hann endar alltaf í því að hjakka í sama farinu og spyrja um sama hlutinn aftur og aftur.

Gunnar Páll má eiga það að hann kemur fram og talar um málin af hreinskilni, verandi í mjög erfiðri stöðu. Það er hinsvegar ekki rétt hjá Gunnari Páli að ekki hafi verið nema um tvær færar leiðir. Ef skoðaðar eru röksemdir fyrir leið tvö, "Að líta svo á að bankinn væri traustur og að hann myndi komast í gegnum erfiðleikana" og að eftir smá lækkun hlutabréfa "...risi hlutabréfaverðið og veð bankans gagnvart umræddum skuldum yrðu fullnægjandi á ný." mátti vel fara aðra leið sem ALLIR hluthafar hefðu geta notið. Hún hefði falist í því að stjórn ákveddi að fara ekki í veðköll þegar hlutabréf lækkuðu, heldur bíða, þar sem bankinn taldist traustur og myndi standast erfiðleika, og leifa markaðnum að jafna sig. Þá hefði ekki þurft að hvetja einn eða neinn til að selja og gera upp skuldir (sem vafalaust hefði kallað á hrun bankans) né fella niður skuldir starfsmanna, sem er í besta falli afar hæpin leið með tilliti til hlutahafa og annarra skuldunauta bankans. Ef þessi leið hefði verið farin og bankinn hefði staðið af sér veðrið, hefði allt verið sem áður, bankinn með sín veð og allir hlutaðeigandi með mannorðið í lagi.

Góðar stundir.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú hefur líklega rétt fyrir þér Þór, en til að vera viss þarf maður að hafa texta skuldabréfanna fyrir framan sig. Mér dettur í hug eftirfarandi atriði:

1. Veðköll hafa væntanlega verið heimil (en ekki skylda), ef markaðsverð bréfanna fór að ákveðnu marki undir kaupverð. Hvaða mark var það ?

2. Þennan mismun hefði hugsanlega verið hægt að brúa, með greiðslu hans til bankans. Bankinn hefði jafnvel getað lánað skuldunautum fyrir mismuninum, gegn nýjum veðum. Þetta hefði væntanlega dugað gagnvart flestum. Þetta er það sem bankar gera gagnvart öllum viðskiptavinum, ætla ég að vona.

3. Starfsmennirnir voru misjafnlega staddir, varðandi kauptíma/kaupverð bréfa og heildarupphæð hlutabréfakaupa. Ekki þurfti að aflétta veðum af öllum skuldum, eða afgreiða alla eins. Venjulega er hver viðskiptavinur aðstoðaður eftir þörfum hans, en ekki eftir þörfum þess sem í einhverjum hópi er verst staddur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.11.2008 kl. 23:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband